[HEIMASÍÐA DAVÍÐS] [Alda Kolbrúnar] [Á vængjum...] [Heimboð Sólar] [Sigrúnarljóð II] [Þögul þrá]

Næturflug

Ef væri ég frjáls eins og fuglinn,

ég flygi um nótt til þín.

Hljóðlega ég að þér læddist

og léti sem þú værir mín.

Ég horfði á þig sofandi svífa

sætt inn í draumalönd.

Bæði svo Guð þig að geyma

og gefa mér þína hönd.

Á rúm þitt að lokum ég legði

ljúflega rós eina hlýtt.

Og er dagur í dýrð sinni rynni

af draumi þú vaknaðir blítt.

Í undrun þú að því spyrð þig;

Hver elskar um miðja nótt?

Ó, hver er sá vinur minn kæri

sem kom meðan ég svaf rótt?