Hlustaðu og hlýddu |
hafalda blá, |
farðu og finndu |
Flórída á, |
fljóð með frekjuskarð |
fjörunni hjá, |
hlakkandi hrífandi |
reyndu´ henni að ná. |
Þá kysstu og kitlaðu |
Kolbrúnar tá, |
stormandi, spriklandi |
stríddu´ henni smá. |
Hlaupandi, hlæjandi |
hún hlýtur að sjá |
að aldan kom æðandi |
Íslandi frá. |