Svo virðist því sem J. hafi ekki viljað láta Hulduljóð af hendi árið 1844 og sennilega litið þannig á að þau væru ekki fullort. Reyndar lætur hann Hulduljóð aldrei af hendi við félaga sína þrátt fyrir þrábeiðni þeirra, og því líklegt að hann telji þau ekki heldur fullort er hann fellur frá. Til að mynda eru þau ekki til í hreinriti hans, þótt sú hafi allajafna verið venja hans að hreinskrifa kvæði sín þegar hann taldi sig vera búinn að yrkja. Þannig hafa félagar hans greinilega litið á málin, því Hulduljóð birtast í Ljóðm47 með undirfyrirsögninni "Brot". Því er nokkur vandi að setja þau í tímaröð án þess að það orki tvímælis. Sú viðmiðun var tekin hér að miða við áreiðanlegustu heimild sem getur þess að J. sitji við að yrkja Hulduljóð, þ.e. orð hans sjálfs á fyrri hluta árs 1841.
Áður hefur verið vikið að fyrirferðarmiklu hlutverki náttúrunnar í kvæðum Jónasar; hvernig hann sér hugsjónum sínum stað í náttúrunni og einnig hversu náttúran er lifandi í kvæðunum og hefur sterk áhrif á þjóðina. Það má lesa út úr kvæðum hans að "þjóðarsálin" eigi sér bústað í náttúrunni og kemur það heim við hugmyndir rómantísku stefnunnar í bókmenntum sem var áberandi á fyrri hluta nítjándu aldar. Hvergi í kvæðum Jónasar verður náttúruhyggja hans skýrari en í Hulduljóðum. Og líklega eru Hulduljóð öflugasta tilraun Jónasar til þess að efla með mönnum ást á landinu og benda þeim á fegurð þess.
Í Hulduljóðum kemur saman ást á landinu og framfarahyggja; lýst er góðum vættum sem landið byggja og upp úr hafi rís tákngervingur íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og framfara, Eggert Ólafsson. Öðrum þræði eru Hulduljóð minningarkvæði um Eggert og hann látinn endurspegla fortíð, nútíð og framtíð lands og þjóðar. Í Hulduljóðum er samtímalýsingin svipuð og í Íslandi og öðrum kvæðum; "deyfðin" sligar þjóðina og sem fyrr vísar hann til fortíðar til þess að sýna hið gagnstæða. Ádrepa Jónasar kemur skýrast fram í 5. erindi og hann á greinilega við rímurnar þegar hann talar um "leirburðarstagl og holtaþokuvæl". Um leið og Eggert er sagður vera tákn framfaratrúar þá er Hulda persónugervingur íslenskrar náttúru, og þess "anda" sem býr í náttúrunni að mati Jónasar. Þar leiðir hann saman íslenska náttúru og þær hugsjónir sem hann (og Eggert) barðist fyrir og vildi leiða til öndvegis, og mikilvægi framfara og sjálfstæðis sýnir J. með gagnkvæmri ást þeirra Huldu og Eggerts. Hann er að leiða landsmönnum fyrir sjónir hvað þjóðinni er fyrir bestu, og þar með eru þjóðfélagsleg markmið á bak við Hulduljóð eins og flest kvæði hansá þessu skeiði.
Hulduljóð eru margslunginn kvæðaflokkur. Það má til að mynda líta á þau sem einn lið í tilraun hans til að sameina vísindahyggju og guðstrú, sem einna alvarlegust verður í ritgerð hans "Um eðli og uppruna jarðarinnar" (III 5). En auk rómantískra þátta ber kvæðið einnig vissan svip upplýsingarstefnunnar. Guðmundur Andri Thorsson hefur bent á hið margbrotna eðli Hulduljóða og sagt um þau m.a.: "Í Hulduljóðum sem hann lagði mikla alúð við er reynt að gera margt í senn: þar eru kynjaverur á sveimi, öll náttúran er lifandi og fagnar hinum góða vætti, saltdrifinni hetju og öll hefur þessi lýsing á sér rómantíska dulúð. En um leið er tækifærið notað til að koma að ýmsum áminningum sem eru fyllilega í anda upplýsingarstefnunnar: kvartað er yfir ,leirburðarstagli og holtaþokuvæli` og öðru menningarleysi. Og Hulda, sú ,hugarmynd` sem ,byggir hamrabýlin háu`, er kennd við dagsljósið, hún er ekki sveipuð neinum húmblæjum eða þvíumlíku, hún er,sólfögur`. Þannig ríkir í kvæðinu jafnvægi milli dags og nætur, veruleika og draums, raunsæislegrar ádeilu og rómantískrar sveimhygli. Upplýsing og rómantík mynda engar andstæður heldur sameinast í framfaratrú og frelsisþrá." (TMm, 4.1985, 423-24).
Handrit: Ehr. er í KG 31 b V, sem er lítið kver. Samkvæmt niðurstöðum Ólafs Halldórssonar hefur J. skrifað Hulduljóð niður á alllöngum tíma, upphafið trúlega í Sorø seinnihluta árs 1843 en síðasta hlutann veturinn 1844-45. Eins og fyrr var sagt eru Hulduljóð ekki til í endanlegu hreinriti og því mikið um krot og breytingar í handritinu og sumt af því er örðugt að lesa. Breytingarnar skipta þó talsverðu máli og full ástæða til þess að fara ítarlega í þær. Erindanúmer við einstaka vísur eru sett inn af ritstjórum eftir röð Jónasar, þar sem hann hefur ekki fyllilega lokið því verki.
Fyrst er þó að nefna að kvæðið er ekki að öllu leyti skrifað niður í samfellu og í réttri röð. J. hefur skrifað síðar erindi sem hann bætir inn í, t.d. mikilvæg erindi eins og þau sem hér eru nr.8 og 18, og gert ýmsar breytingar við röðina. Þá er þess að geta að fyrir ofan 25. erindi ritar hann "niðurlag", en síðan koma erindin í réttri röð og vísur smalans síðastar. Þannig er kvæðið prentað hér, í fyrsta sinn, en í öllum útgáfum frá Ljóðm47 hafa menn skotið vísum smalans fram fyrir erindi nr. 25-27 þar sem Hulda er kvödd. Þetta er nánar rætt hér að aftan.
Breytingar sem J. hefur gert í ehr. eru þessar: 1. er.: í 1. línu hefur hann skrifað ,ei, því` yfir orðin ,ei, en`, en hætt við og strikað yfir þá breytingu. Í 3. línu hefur hann ritað yfir upphaf línunnar ,margt skal eg kveða`, en einnig hætt við þá breytingu. 2. er.: ,óbrotinn` f. ,óbreyttur`,og í 6. línu: ,úr` f. ,í`. Orði er bætt inn í 3. er.: ,mey! djúpt` f. ,meyja`. Í 5. er. (3. l.): ,fornu` f.,fögru/ (bestu)`. Í 6. er. (1. l.): ,Huldu` f. ,hennar`. Í 7. er. (1. l.): ,eg sé - nú leit` f. ,nú sér minnskelfdur`. Í 8. erindi hefur J. strikað yfir síðustu tvær línurnar sem voru svo: ,hann veit það best,og vill það eitt að sjái,/ veröldin guð og sig í hvurju strái`, og ritað þær línur sem standa hér. Þess ber þó að geta að hann virðist rita ,lið` yfir ,leið` og gæti það staðist merkingarlega, en þar sem ekki er kunnugt um slíka notkun þess orðs í málinu er hér prentað ,leið`.
Í 9. erindi hefur 2. lína fyrst hljóðað svo: ,ástjarðar m-/þinnar heill og von og ljós` en verður ,ættarjarðar þinnar heill og ljós`, þótt deila megi um hvort rita skuli ,m` eða ,þ` í öðru orði. Í 3. línu hefur J. skrifað með blýanti ,þá` á milli ,blessaða` og ,stund`, en þeirri breytingu virðist ekki að fullu lokið. Nærtækast virðist að lesa þarna ,blessuð þá stund`, en það gengur illa upp. Hér var því ákveðið að prenta upphaf línunnar eins og J. hefur skrifað hana fyrst ,blessaða stund!`, og það rökstutt með því að hann hefur augljóslega ekki verið búinn að gera upp hug sinn varðandi þá breytingu. Í 10. erindi hefur hann breytt öðru orði: ,er` f. ,mun`, 11. erindi 3. línu ,mey! því`f. ,meyja` og í 6. línu ,minnar` f. ,sinnar`, ,stoð` f. ,ljós`, en hann hefur einnig strikað yfir,ættjarðar` og sett ,ástjarðar`, en tekið þá breytingu til baka.
J. hefur einnig strikað í 12. erindi 4. línu: ,kyssir Hulda! þína` f. ,kyssir sína blíðu`, en virðist hafa strikað yfir ,blíðu` og sett ,gömlu` í staðinn en tekið þá breytingu aftur. Í 15. erindi hefur hann gert svofelldar breytingar: í 2. línu ,mér` f. ,því` , í 5. línu ,seint og að vonum svo fær` f. ,Sérðu nú hvurnig seint fær` og í 6. línu ,er` f. ,sem`. Í 17. erindi, sem Eggert Ólafsson er látinn mæla, gerir hann þessar breytingar: ,vér` f. ,við`, ,þér` f. ,þið` og ,prýði` f. ,prýðið`. Í 19. erindi hefur 7. lína tekið breytingunni ,hægur er dúr` f. ,svalur er dropi`. Í 20. erindi hefur hann breyttorði í 5. línu ,aldrei` f. ,ekki` og í 21. erindi 2. línu ,mér og` f. ,mínar,` en í 6. línu ,fjallareitinn` f.,vatnahjallann`. Í 24. erindi hefur hann sett í 2. línu ,vitri` f. ,mikli`, en horfið frá þeirri breytinguog strikað undir ,mikli`. Í 25. erindi hefur hann sett ,seilist` f. ,svífur` og í 27. erindi ,smíði` f.,skrauti`. Þess skal getið að í vísum smalans í lok kvæðisins er úrfellingarmerki notað, 'ann` í stað,hann`.
Eins og minnst var á að framan er röð erinda önnur en í fyrri útgáfum. Nú er röðinni fylgt eins og hún er í ehr., en í fyrri útgáfum hefur vísum smalans verið skotið fram fyrir þær þrjár vísur sem eru nr. 25-27. Það hafa útgefendur sennilega gert vegna þess að þeir hafa lagt þann skilning í orðið "niðurlag", sem J. skrifar yfir 25. erindi, að hann hafi viljað enda kvæðið á þeim vísum. Á hinn bóginn er á það að líta að röð lokaerinda er mjög greinileg í handriti Jónasar og aftan við vísur smalans setur hann mjög skýrt merki um lok, sem hann setti oft aftan við kvæði sín. Það er heldur ekkert í efninu sem mælir gegn þeirri röð sem J. hefur og því liggur beinast við að ætla að orðið "niðurlag" sé hér í víðari merkingu en fyrri útgefendur hafa ætlað; að J. hafi sett það til merkis um að þar hefjist lokakafli flokksins. Fyrst hverfa Eggert Ólafsson og Hulda, en síðan kemur smalinn og flytur Eggerti kveðju sem hæfir vel endalokum kvæðisins.
Munur frá Ljóðm47: 4. er.: Hvurs f. ,Hvers` (í tvígang), hvurri f. ,hverri`, 5. er.: hvur f.,Hver`, vesæll f. ,vesall`, 6. er.: hvur f. ,hver`, 7. er.: þann f. ,þanns`, þá f. ,nú`, búinn f. ,búin`, 9.er.: blessaða f. ,blessuð sú`, frjóvri f. ,frjórri`, stiginn f. ,stigin`, 10. er.: ég f. ,eg`, hefir f. ,hefur`,12. er.: hvursu f. ,hversu`, stiginn f. ,stigin`, 14. er.: hefir f. ,hefur`, 15. er.: hefir f. ,hefur`, 17. er.: vér f. ,við`, hvurt f. ,hvert` (,hvort` í RitI), þér f. ,þið`, hefir f. ,hefur`, 18. er.: ég f. ,eg`, 19. er.:þennan f. ,þenna`, hvurri f. ,hverri`, 20. er.: hefir f. ,hefur`, 22. er.: svásúðleg f. ,svosúðleg`, 23.er.: hefir f. ,hefur` (í tvígang), 24. er.: hefir f. ,hefur`, mikli f. ,vitri`, búnaðsbálki f. ,Búnaðarbálki`,28. er.: úr f.