[Aðalvalmynd] [Ljóð][Sögur] [Æviskrá][Dagbækur] [Bréf][Náttúruvísindi]

Ásta - skýringar

ÁSTA: Jónas las þetta kvæði upp á fundi í Fjölnisfélaginu 4. mars 1843 og var samþykkt að taka það í Fjölni með 6 atkvæðum. Upphafslínur 3. erindis eru sóttar svo til beint í fyrstu tvær línur 3. erindis í kvæði Bjarna Thorarensen "Kysstu mig aftur" sem birtist í Fjölni 1837. Þær eru svo hjá Bjarna: "Veist þú nú, líf mitt, hin ljúfa!/ þér liggur á vörum".

Handrit: Ehr. er ekkert til og hér er farið eftir frp. í Fjölni 1843 (6. ár). Hér eru settar gæsalappir utan um 5. línu 3. erindis eftir Fjölni, en þær eru ekki í Ljóðm47.

Ljóðtexti


[Aðalvalmynd] [Ljóð] [Sögur] [Æviskrá] [Dagbækur] [Bréf] [Náttúruvísindi]