[Aðalvalmynd] [Ljóð] [Sögur] [Æviskrá] [Dagbækur] [Bréf] [Náttúruvísindi]

Álfareiðin - skýringar

Almennt

Eins og fram kemur í skýr. við Sæunni hafkonu las Jónas þessa þýðingu fyrir félaga sína í Fjölni á fundinum 4. mars, og var kvæðið þar nefnt því sama nafni og hér. Heinrich Heine (1797-1856) var á þessum árum orðinn eitt þekktasta skáld Þýskalands. J. var mikill aðdáandi hans og þeir Konráð kynna hann í Fjölni 1835 (1. ár) og þýða brot úr "Reisebilder". Kvæði Heines, sem J. þýðir hér, er kvæði nr. XXXII í ,Neuer Frühling` í bókinni "Neue Gedichte" sem kom út 1844, en Ílfareiðin hafði birst áður. Þar sem um eina frægustu þýðingu Jónasar er að ræða fer kvæði Heines hér á eftir (miðað við útg. Carl Hanser Verlag, IV. bindi, München 1971):

Durch den Wald, im Mondenscheine,
Sah ich jüngst die Elfen reuten;
Ihre Hörner hört ich klingen,
Ihre Glöckchen hört ich läuten.
Ihre weißen Rößlein trugen
Güldnes Hirschgeweih und flogen
Rasch dahin, wie wilde Schwäne
Kam es durch die Luft gezogen.
Lächelnd nickte mir die Köngin,
Lächelnd, im Vorüberreuten.
Galt das meiner neuen Liebe,
Oder soll es Tod bedeuten?

Í þýðingum sínum hefur J. lagt meira upp úr því að ná andblæ frumkvæðisins og haft að meginmarkmiði að kvæðið geti staðist sem kveðskapur á íslensku, fremur en að þýða frá orði til orðs. Í því skyni leyfir hann sér að hnika til ýmsum smávægilegum atriðum. Til að mynda fljúga álftir Heines ekki í neina ákveðna átt, þannig að þangað er ekki hægt að sækja rökstuðning fyrir annarri hvorri áttinni, ,suður` eða ,austur` sem skilur á milli Fjölnisgerðar og Ljóðm47.

Orðskýringar

jóa: hestar

Handrit

Ehr. er ekkert til og hér er prentað eftir frp. í Fjölni 1843 (6. ár). Munur frá Ljóðm47: 2. er.: austur f. ,suður`.

Ljóðtexti


[Aðalvalmynd] [Ljóð] [Sögur] [Æviskrá] [Dagbækur] [Bréf] [Náttúruvísindi]